Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 56  —  56. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um Menntamálastofnun og útgáfu námsefnis.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hver voru svör ráðuneytis og ráðherra við bréfum umboðsmanns Alþingis, dags. 19. desember 2014 og 19. maí 2015, í máli nr. 8279/2014 um stjórnsýsluhætti og aðrar ráðstafanir við undirbúning stofnunar Menntamálastofnunar?
     2.      Hver var heildarkostnaður við stofnun Menntamálastofnunar, að meðtalinni ráðgjöf sérfræðinga, og kostnaður við breytingar á húsnæði, tímabundna leigu á lagerhúsnæði og tímabundna ráðningu starfsmanna? Óskað er eftir sundurliðun í helstu þætti í svarinu.
     3.      Hver er stefna Menntamálastofnunar varðandi útgáfu námsefnis fyrir grunnskóla?
     4.      Hver er stefna Menntamálastofnunar í útgáfu stafræns efnis fyrir grunnskóla í ljósi stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi og mikillar útbreiðslu stafræns efnis á ensku?
     5.      Hvaða breytingar hafa orðið á þjónustu við grunnskóla vegna útgáfu, kynningar og dreifingar á námsefni við flutning námsgagnaútgáfu til Menntamálastofnunar? Telur ráðherra að þessi mál séu í betra horfi nú en fyrir breytinguna?


Skriflegt svar óskast.