Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 57  —  57. mál.




Fyrirspurn

til mennta- og menningarmálaráðherra um úrræði fyrir börn með alvarlegan hegðunar- og tilfinningavanda.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða úrræði býður skólakerfið börnum á grunnskólaaldri sem eiga við alvarlegan hegðunar- og tilfinningavanda að etja og hve margir grunnskólanemar þarfnast úrræðanna?
     2.      Er nægilegt framboð úrræða fyrir framangreindan hóp grunnskólabarna og hvernig hagar til um þau með tilliti til staðsetningar á landinu?
     3.      Hve margir sérskólar eða sérstök úrræði, sem eru aðskilin öðru grunnskólastarfi, eru fyrir umræddan hóp?
     4.      Hvort er talið heppilegra að úrræði fyrir umræddan hóp grunnskólabarna séu samþætt starfi grunnskólanna eða í sérskólum á borð við Brúarskóla í Reykjavík og Hlíðarskóla á Akureyri?
     5.      Hafa farið fram viðræður og stefnumótun með þátttöku ráðuneytisins um tilhögun á framlagi ríkisins vegna sérstakra úrræða fyrir skólaskyld börn með alvarlegan hegðunar- og tilfinningavanda í tengslum við mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar samkvæmt henni?
     6.      Álítur ráðherra að greiðslur ríkisins vegna úrræða fyrir börn í grunnskóla sem eiga við alvarlegan hegðunar- og tilfinningavanda að etja eigi fremur að fara fram í gegnum velferðarráðuneyti en mennta- og menningarmálaráðuneyti og hvernig eru mörkin dregin á milli heilbrigðisþjónustu og skólastarfs í þessu sambandi?


Skriflegt svar óskast.