Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 71  —  71. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um plastagnir í neysluvatni og verndun neysluvatns.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvernig er eftirliti með plastögnum í neysluvatni háttað á Íslandi og hverjar hafa niðurstöður þess eftirlits verið?
     2.      Hvernig er eftirliti með plastögnum úr drykkjarumbúðum og matvælaumbúðum háttað? Hverjar hafa niðurstöður þess eftirlits verið?
     3.      Með hvaða hætti er fylgst með því að framleiðendur losi ekki plastagnir í andrúmsloftið? Hvernig er eftirliti með plastögnum í andrúmslofti háttað og hverjar hafa niðurstöður þess eftirlits verið?
     4.      Hvað má ætla að slit á hjólbörðum losi árlega mikið af plastögnum í umhverfið? Hafa áhrif þess á heilsufar fólks verið metin?
     5.      Hvernig hefur ráðuneytið fylgst með verndun vatnsverndarsvæða um land allt? Telur ráðuneytið að þau mál séu í góðu lagi?
     6.      Í gegnum hvaða vatnsverndarsvæði er leyfð bílaumferð og telur ráðherra að slík umferð standist þær kröfur sem gera ætti til verndunar neysluvatns?
     7.      Telur ráðherra að reglur um sölu á rörum til flutnings á neysluvatni tryggi að rörin gefi ekki frá sér plastagnir sem geti borist í vatnið? Eru til reglur sem tryggja nægilegar kröfur til slíkra röra að mati ráðherra?
     8.      Hvaða áhrif hefur vatnatilskipun Evrópusambandsins, svo og rammatilskipun um vatn, haft á stöðu þessara mála á Íslandi?
     9.      Telur ráðherra að við aðalskipulag og deiliskipulag sé tekið nægilegt tillit til neysluvatns sem auðlindar?
     10.      Hver er stefnumörkun ráðherra til að koma í veg fyrir mengun neysluvatns, svo og matvæla og andrúmslofts, af plastögnum?


Skriflegt svar óskast.