Ferill 78. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 78  —  78. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um ónotaðar íbúðir og íbúðir í gistiþjónustu.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hversu margar skráðar íbúðir voru í hverju sveitarfélagi í byrjun júní 2017?
     2.      Hversu margar íbúðir voru ekki í notkun í byrjun júní 2017, miðað við þá aðferðafræði sem Hagstofan notaði árið 2011 til að taka saman sambærilegt yfirlit þá, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     3.      Hversu margar íbúðir höfðu heimild til reksturs gistiheimilis í hverju sveitarfélagi í júní 2017?
     4.      Hversu margar íbúðir voru notaðar í skammtímaleigu án sérstakrar heimildar í hverju sveitarfélagi, svo sem á Airbnb, í júní 2017?
     5.      Hversu margar íbúðir voru í eigu lögaðila í hverju sveitarfélagi í byrjun júní 2017?


Skriflegt svar óskast.