Ferill 81. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 81  —  81. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um Garðyrkjuskólann.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hvernig miðar viðhaldi og framkvæmdum við húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum, sér í lagi með tilliti til skemmda sem urðu í óveðri sl. vor?
     2.      Verður frekara fjármagn veitt í áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðunni?
     3.      Hvers vegna fellur rekstur húsnæðis Garðyrkjuskólans ekki undir Ríkiseignir líkt og aðrar fasteignir ríkisins?


Skriflegt svar óskast.