Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 98  —  98. mál.
Fyrirspurn


til forseta Alþingis um hlunnindamat vegna notkunar þingmanna á bílaleigubílum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Sendir skrifstofa Alþingis launamiða til ríkisskattstjóra vegna hlunnindamats þingmanna vegna einkanota á bílaleigubílum sem þeir hafa til umráða? Sé svo, hvert var árlegt hlunnindamat sl. fjögur ár og hvert var árlegt meðalhlunnindamat þeirra sem hlunnindanna nutu?
     2.      Hverjar eru matsreglur skrifstofu Alþingis í þessu sambandi?
     3.      Er einhver munur á uppgjörsreglum skrifstofu Alþingis og árlegum reglum sem ríkisskattstjóri gefur út um skattmat vegna bifreiðahlunninda? Ef svo er, í hverju felst munurinn?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Þingmenn sem skila akstursdagbók skrá ekki ferðir vegna einkaerinda en ekki er gerð krafa um að þingmenn með bílaleigubíl til umráða noti hana ekki í einkaerindum. Rétt er að varpa ljósi á það hvort gert er hlunnindamat á notkun bílaleigubíls til einkaerinda.