Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 131  —  131. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvenær verður lokið við skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins og hvenær verður hún birt opinberlega?
     2.      Hvenær bar að skila skýrslunni samkvæmt verksamningi?
     3.      Hvenær og hve mikið hefur verksali fengið greitt fyrir verkið og hve mikið er ógreitt?
     4.      Hver ákvað samningsfjárhæð fyrir verkefnið?
     5.      Hvernig er verkstjórn og eftirliti með framgangi verkefnisins háttað af hálfu verkkaupa?
     6.      Hverjir eru helstu verkþættir samningsins?


Skriflegt svar óskast.