Ferill 81. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 141  —  81. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um leigu á fasteignum ríkisins.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Hversu margar fasteignir ríkisins eru leigðar forstöðumönnum eða öðrum starfsmönnum hins opinbera til eigin nota?
     2.      Hvernig er leigufjárhæð fyrrgreindra eigna ákveðin og af hverjum?
     3.      Eru einhverjar kvaðir varðandi framleigu eignar eða hluta eignar? Nýta einhverjir forstöðumenn eða starfsmenn sér möguleika á framleigu og hvaða reglur gilda um fjárhæð leigu og hagnýtingu leigutekna?