Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 176  —  107. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um skipta búsetu barna.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hefur ráðherra kynnt sér niðurstöður starfshóps í skýrslu sem var unnin fyrir innanríkisráðherra árið 2015 um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum? Ef svo er, hver er afstaða ráðherra til þeirra breytinga sem eru lagðar til af starfshópnum?
     2.      Hyggst ráðherra á yfirstandandi kjörtímabili leggja fram frumvarp til breytinga á lögum eða gera breytingar á reglugerðum til þess að innleiða þær tillögur sem eru lagðar til í niðurstöðum starfshópsins?


Skriflegt svar óskast.