Ferill 121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 190  —  121. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um mengun af völdum plastnotkunar.

Frá Olgu Margréti Cilia.


     1.      Hvernig fylgist ráðherra með notkun plasts á Íslandi og mengun af völdum hennar?
     2.      Hverjar hafa verið niðurstöður af mælingum á notkun plasts og mengun af völdum hennar undanfarin ár?
     3.      Hvaða áætlanir eru í gildi um að draga úr slíkri mengun hér á landi?
     4.      Hversu mikið af plasti sem hent er á Íslandi er endurunnið í dag?


Skriflegt svar óskast.