Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 226  —  153. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um fæðingarstyrki og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu margir foreldrar alls fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og fæðingarstyrki á árunum 2011–2017, skipt eftir aldurshópunum yngri en 20 ára, 20–29 ára, 30–39 ára og 40 ára og eldri? Hvernig er kynjaskiptingin í hverjum hópi fyrir sig?
     2.      Hversu margir þessara foreldra fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, skipt á sama hátt eftir aldurshópum og kyni?
     3.      Hversu margir foreldranna fengu annars vegar fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar og hins vegar fæðingarstyrk námsmanna, skipt eftir aldurshópum og kyni?


Skriflegt svar óskast.