Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 246  —  172. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um öryggi sjúklinga á geðsviði Landspítalans.

Frá Guðmundi Sævari Sævarssyni.


     1.      Er ráðherra sammála því að taka þurfi á öllum áhættuþáttum til að draga úr sjálfsvígum geðfatlaðs fólks, m.a. með því að endurbæta húsnæði fyrir geðsvið Landspítalans til að uppfylla öryggiskröfur og vinna að því að mæta uppsafnaðri þörf fyrir húsnæði og þjónustu fyrir geðfatlað fólk, sbr. þingsályktun nr. 28/145, um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára?
     2.      Hvernig miðar vinnu við gerð áætlunar um innleiðingu gagnreyndra aðferða til að draga úr sjálfsvígum ungmenna, sbr. markmið B.4 í fyrrgreindri þingsályktun?
     3.      Telur ráðherra að umhverfi á sjúkrahúsum sé áhrifa- og öryggisþáttur í meðferð sjúklinga með alvarleg geðræn einkenni?
     4.      Hyggst ráðherra í framhaldi af niðurstöðum stefnumótunarfundar geðsviðs Landspítalans í september sl. styrkja bráða- og móttökudeildir, gera húsnæði öruggt og fallegt og fjölga legurýmum?


Skriflegt svar óskast.