Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 249  —  175. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um tímabundna ráðningarsamninga.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Er ráðherra kunnugt um það hversu algengt það sé á vinnumarkaði að farið sé í kringum markmið og ákvæði laga um tímabundna ráðningu starfsmanna, nr. 139/2003, þannig að starfsfólki sé sagt upp störfum reglulega og það endurráðið hjá sama atvinnurekanda að a.m.k. sex vikum liðnum?
     2.      Telur ráðherra að með 2. mgr. 5. gr. laga um tímabundna ráðningu starfsmanna, eins og þeim var breytt með lögum nr. 84/2009, hafi verið innleidd með fullnægjandi hætti tilskipun ráðsins 1999/70/EB, um rammasamninginn um tímabundna ráðningu?
     3.      Hyggst ráðherra skoða hvort lengja þurfi tímamörk þau sem fram koma í 2. mgr. 5. gr. laganna, til að koma í veg fyrir misnotkun á tímabundnum ráðningum?


Skriflegt svar óskast.