Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 292  —  209. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um ráðleggingar um túlkun siðareglna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu oft hefur forsætisráðherra eða ráðuneyti hans gefið öðrum ráðherrum ráðleggingar um túlkun siðareglna ráðherra, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands? Svar óskast um árlegan fjölda tilvika frá 2013 og til dagsins í dag.
     2.      Hversu oft hafa ráðherrar leitað til forsætisráðuneytisins með slíkar beiðnir? Svar óskast um árlegan fjölda tilvika frá 2013 og til dagsins í dag.
     3.      Hefur forsætisráðherra eða ráðuneyti hans einhvern tíma ráðlagt öðrum ráðherrum um hvernig framfylgja skuli siðareglunum án þess að ráðherrar hafi leitað til forsætisráðherra eða ráðuneytis hans að fyrra bragði? Svar óskast um árlegan fjölda tilvika frá 2013 og til dagsins í dag.


Skriflegt svar óskast.