Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 309  —  155. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni um tekjur af VS-afla.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverjar voru tekjur ríkissjóðs af svonefndum VS-afla síðustu þrjú fiskveiðiár og hvernig var þeim tekjum ráðstafað til einstakra verkefna? Svar óskast sundurliðað eftir árum.

    Tekjur af VS-afla síðastliðin þrjú ár eru eftirfarandi:
2015 2016 2017
Tekjur af VS-afla, kr. 394.964.061 339.437.489 198.151.275

    Bókhald Verkefnasjóðs sjávarútvegsins er fært eftir almanaksárinu en ekki eftir fiskveiðiárinu. Tekjurnar eru gefnar upp í samræmi við bókhaldið og eru þær þar af leiðandi miðaðar við almanaksárið.
    Verkefnasjóður sjávarútvegsins hefur tekjur af VS-afla og af álagningu vegna ólögmæts sjávarafla. Þessar tekjur eru nýttar til að veita styrki á hverju ári. Styrkir sem hafa verið veittir síðastliðin þrjú ár eru eftirfarandi:

Ár Styrkþegi Styrkfjárhæð, kr. Verkefni
2015 Hafrannsóknastofnun 390.000.000 Ýmsar rannsóknir, kortlagning hafsbotnsins, ástand sjávar, kortlagning búsvæða í hafinu við Ísland, stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (SMB), stofnmæling úthafsrækju á Íslandsmiðum, bergmálsmæling úthafskarfa-djúpkarfa.
2015 Veiðimálastofnun 8.000.000 Áframhaldandi rannsóknir á vistfræði og uppruna laxa í sjó.
2015 Matís ohf. 30.000.000 Vöruþróunarsetur.
2015 Hafrannsóknastofnun 6.725.852 Síldardauði í Kolgrafafirði.
2016 Hafrannsóknastofnun 390.000.000 Ýmsar rannsóknir, ástand sjávar, kortlagning búsvæða í hafinu við Ísland, stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, stofnmæling rækju, flatfiskarall, neðansjávarmyndavél, ljós og búnaður, hrygning makríls.
2016 Matís ohf. 30.000.000 Vöruþróunarsetur.
2016 Matís ohf. 5.000.000 Dreifing VR-myndbanda um lífhagkerfið.
2017 Hafrannsóknastofnun 420.000.000 Ýmsar rannsóknir, vistfræði laxa í sjó, ástand sjávar, kortlagning búsvæða í hafinu við Ísland, stofnmæling botnfiska, stofnmæling rækju, stofnmæling á grunnslóð með áherslu á flatfiska, síldarrannsóknir, viðhald veiðarfæra.
2017 Matís ohf. 30.000.000 Vöruþróunarsetur.
2017 Fiskistofa 10.000.000 Rafvæðing afladagbókarskráninga smábáta.