Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 323  —  230. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um styrki til tölvuleikjagerðar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða styrki veitir ráðherra, ráðuneytið eða undirstofnanir þess til tölvuleikjagerðar?
     2.      Hefur ráðherra áform um að styrkja sérstaklega tölvuleikjagerð, með vísan til menntunar- og menningargildis tölvuleikja, sbr. aðra miðla á borð við kvikmyndir, leikhús og tónlist sem eru styrktir og hafa menntunar- og menningarlegt gildi?


Skriflegt svar óskast.