Ferill 268. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 370  —  268. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um möguleika ljósmæðra á að ávísa lyfjum og hjálpartækjum.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvert er viðhorf ráðherra til þess að ljósmæður fái heimild til að ávísa tilteknum hormónagetnaðarvarnalyfjum, lyfjum til notkunar við heimafæðingar, sýklalyfjum við sýkingum í brjóstum sem tengjast brjóstagjöf og lyfjum og hjálpartækjum sem að gagni koma við ýmsum sjúkdómum og kvillum á meðgöngu?
     2.      Telur ráðherra að undirbúningur að því að veita ljósmæðrum framangreinda heimild, svo sem námskeiðahald, geti hafist á næstunni? Ef breytingin er talin æskileg, hvenær gæti hún átt sér stað?