Ferill 366. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 490  —  366. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um nauðungarsölur og greiðsluaðlögun.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu margar fasteignir einstaklinga voru seldar nauðungarsölu að kröfu Íbúðalánasjóðs árin 2008–2017, sundurliðað eftir árum, mánuðum, embættum og umdæmum sýslumanna?
     2.      Hversu margir einstaklingar leituðu tímabundinnar greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði árin 2008–2017, í hversu mörgum þeirra tilfella hefur slík greiðsluaðlögun komist á og í hversu mörgum þeirra tilfella hefur fasteign í eigu skuldara verið seld eða ráðstafað til kröfuhafa, sundurliðað eftir árum, mánuðum, dómstólum og umdæmum þeirra?
     3.      Hversu margir einstaklingar leituðu greiðsluaðlögunar einstaklinga árin 2008–2017, í hversu mörgum þeirra tilfella hafa náðst samningar um greiðsluaðlögun og í hversu mörgum þeirra tilfella hefur fasteign í eigu skuldara verið seld eða ráðstafað til kröfuhafa, sundurliðað eins og unnt er eftir árum, mánuðum, lánveitendum og landsvæðum?
     4.      Í hversu mörgum tilfellum hafa skuldarar sótt um greiðsluaðlögun einstaklinga en ekki náð samningi um hana, í hversu mörgum þeirra tilfella hefur það leitt til umleitana um nauðasamninga til greiðsluaðlögunar eða um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, í hversu mörgum þeirra tilfella hefur slík greiðsluaðlögun komist á og í hversu mörgum þeirra tilfella hefur fasteign í eigu skuldara verið seld eða ráðstafað til kröfuhafa, sundurliðað eins og unnt er eftir árum, mánuðum, lánveitendum og landsvæðum?


Skriflegt svar óskast.