Ferill 406. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 573  —  406. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um áhættumat, viðbragðsáætlanir o.fl. vegna eiturefnaflutninga um vatnsverndarsvæði.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Er til og endurskoðað reglulega áhættumat vegna flutninga eldsneytis, tilbúins áburðar, annarra eiturefna til atvinnurekstrar og annars hættulegs farms um þjóðvegi í grennd við vatnsverndarsvæði, þar á meðal vegna flutninga slíkra efna um Sandskeið og Hellisheiði? Hver er niðurstaða nýjasta slíks mats eftir svæðum?
     2.      Eru til viðbragðsáætlanir sem eru endurskoðaðar reglulega í ljósi áhættumats? Hverjir eru helstu þættir slíkra áætlana, þar á meðal um verkaskiptingu og skiptingu ábyrgðar aðila sem koma að slíkum áætlunum?
     3.      Hvernig er háttað framkvæmd eftirlits með starfsleyfisskyldum aðilum, sbr. reglugerð nr. 1077/2010, um flutning á hættulegum farmi á landi?
     4.      Hefur verið könnuð hagkvæmni þess að eldsneyti, tilbúnum áburði og öðrum eiturefnum til atvinnurekstrar á Suðurlandi verði ekið um Suðurstrandarveg í stað Suðurlandsvegar eða að slíkum farmi væri landað austan fjalls og dreift þaðan? Hver er niðurstaða slíkrar könnunar, hafi hún verið gerð?
     5.      Liggur fyrir áhættumat og viðbragðsáætlun vegna áhrifa saltburðar á Suðurlandsveg í grennd við vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins sem og á Bláfjallaafleggjarann og skíðabrekkur í Bláfjöllum?
     6.      Liggur fyrir áhættumat og viðbragðsáætlun vegna áhrifa gúmmíkurls undan hjólbörðum bifreiða og annarra mengandi efna frá bifreiðaumferð um Suðurland í grennd við vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins?


Skriflegt svar óskast.