Ferill 513. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 743  —  513. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þarfagreiningu vegna byggingarframkvæmda Landspítalans við Hringbraut.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða þarfagreining liggur til grundvallar fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum Landspítala við Hringbraut?
     2.      Með hvaða hætti taka fyrirhugaðar framkvæmdir við Hringbraut mið af þarfagreiningunni?
     3.      Hver gerði umrædda þarfagreiningu og hvenær var hún gerð?
     4.      Hefur Ríkisendurskoðun farið yfir þarfagreininguna og hafi svo verið, hverjar voru athugasemdir hennar?
     5.      Telur ráðherra að fyrirliggjandi þarfagreining sé raunhæf í ljósi þróunar undanfarin ár í heilbrigðisvísindum og viðhorfa um skipulag og uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu? Hvernig rökstyður ráðherra álit sitt í þessu efni?


Skriflegt svar óskast.