Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 766  —  522. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um faðernisyfirlýsingu vegna andvanafæðingar og fósturláts.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Aflar Þjóðskrá Íslands faðernisyfirlýsingar vegna andvanafæðingar eða fósturláts þótt hvorugt sé skráð af stofnuninni, sbr. svör hlutaðeigandi ráðherra á þskj. 529 og 708 á yfirstandandi löggjafarþingi?
     2.      Telur ráðherra þörf á að breyta framkvæmd við öflun faðernisyfirlýsingar vegna andvanafæðingar og fósturláts og ef svo er, í hverju yrðu breytingarnar fólgnar?


Skriflegt svar óskast.