Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 895  —  390. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (EES-reglur, nethlutleysi, CE-merkingar á fjarskiptabúnaði).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Við 1. gr. bætist nýr liður, a-liður, sem orðist svo: Á eftir 21. tölul. 3. gr. laganna kemur nýr töluliður svohljóðandi, og breytist röð annarra liða samkvæmt því: Netaðgangsþjónusta: Rafræn fjarskiptaþjónusta sem er aðgengileg öllum og veitir aðgang að internetinu og þar með tengingu við því sem næst alla endapunkta internetsins, án tillits til þeirrar nettækni og endabúnaðar sem notaður er.
     2.      Við 1. mgr. b-liðar 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði 1. málsl. gildir þó ekki um notkun eða aðgang að efni eða þjónustu sem brýtur gegn öðrum lögum eða dómsúrskurði.
     3.      Við 1. mgr. 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða á um að upplýsingar skv. 3. málsl. megi vera á ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku enda megi ætla að notendahópur viðkomandi vöru skilji hið erlenda mál vegna menntunar, starfa eða annarrar sérhæfingar.
     4.      Í stað orðanna „skv. 2. mgr.“ í 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. komi: samkvæmt þessari málsgrein.
     5.      10. gr. orðist svo:
                 Lög þessi taka gildi 1. júlí 2018.