Ferill 264. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 903  —  264. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um endurnot opinberra upplýsinga.

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


     1.      Við 1. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Endurnot opinberra upplýsinga vísa til þess að einkaaðili noti slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en ætlunin var þegar þeirra var aflað af hálfu opinberra aðila. Miðlun upplýsinga á milli opinberra aðila í þágu starfa þeirra telst ekki til endurnota á upplýsingum í þessum skilningi.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Á undan 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Lög þessi gilda um endurnot á fyrirliggjandi upplýsingum sem eru í vörslum stjórnvalda og almenningur á rétt til aðgangs að.
                  b.      5. mgr. falli brott.
                  c.      Við 6. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Lögin tryggja hins vegar ekki rétt til endurnota eða aðgangs að gögnum eða upplýsingum sem eru háð þagnarskyldu samkvæmt öðrum lögum.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Á eftir 1. tölul. 2. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Tölfræðilegra gagna sem um gildir trúnaður.
                  b.      Í stað orðsins ,,höfundalögum“ í 2. tölul. 2. mgr. komi: lögum um vernd hugverkaréttinda.
                  c.      Í stað orðanna ,,heimilt er að endurnota“ í 4. mgr. komi: sérstök ákvörðun hefur verið tekin um að endurnota megi.
     4.      Í stað orðsins ,,höfundalaga“ í 1. tölul. 4. gr. komi: laga um vernd hugverkaréttinda.
     5.      Á eftir orðunum „skv. 3. gr.“ í 7. gr. komi: sem ekki eru aðgengilegar til endurnota.
     6.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „20 daga“ í 1. mgr. komi: 20 virkra daga.
                  b.      Í stað orðanna „40 dögum“ í 2. mgr. komi: 40 virkum dögum.
     7.      Við 10. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Söfnum, skjalasöfnum og bókasöfnum er þó jafnframt heimilt að taka gjald sem nemur beinum kostnaði fyrir varðveislu upplýsinganna og gerð réttindaleyfis.
                  b.      2. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „1.–2. mgr.“ í 4. mgr. komi: 1. mgr.