Ferill 569. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 907  —  569. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga um heilbrigðisþjónustu við Grænland og Færeyjar.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Eru í gildi samningar um heilbrigðisþjónustu Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri við Grænland og Færeyjar? Ef svo er, hver er gildistími samninganna og um hvers konar heilbrigðisþjónustu er samið? Ef slíkir samningar eru ekki í gildi, er ætlunin að gera aftur sambærilega samninga?
     2.      Hversu margir einstaklingar frá Grænlandi og Færeyjum hafa nýtt sér heilbrigðisþjónustu á grundvelli þessara samninga sl. þrjú ár?
     3.      Greiða sjúkratryggingar viðkomandi landa kostnaðinn að fullu við heilbrigðisþjónustuna sem nýtt er á grundvelli þessara samninga?
     4.      Hvernig er sjúkraflutningum háttað með þá sjúklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu á grundvelli þessara samninga?
     5.      Hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi gert sambærilega samninga um heilbrigðisþjónustu við Grænland og Færeyjar?


Skriflegt svar óskast.