Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 972  —  607. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvalveiðar.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra kannað möguleikann á því að afturkalla leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði í sumar í ljósi heildarhagsmuna Íslands og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum? Telur ráðherra lagalegan grundvöll til þess að afturkalla leyfið og ef svo er, kemur slíkt til greina af hans hálfu?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að óttast að ákvörðun Hvals hf. geti haft neikvæð áhrif á viðskipti með íslenskar sjávarútvegs- og landbúnaðarvörur? Er ráðherra tilbúinn til að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á útflutning sjávarútvegs- og landbúnaðarvara?
     3.      Styður ráðherra að hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin?

Skriflegt svar óskast.