Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 1196  —  425. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      2. gr. orðist svo:
                 Lög þessi gilda um stefnu um skipulag haf- og strandsvæða og um strandsvæðisskipulag.
                 Lög þessi gilda þó ekki um nýtingu og vernd fiskstofna eða annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, að undanskilinni nýtingu sem háð er leyfi til efnistöku og eldi eða ræktun nytjastofna.
     2.      Við. 3. gr.
                  a.      1. tölul. orðist svo: Haf- og strandsvæði: Svæði frá netlögum að ytri mörkum efnahagslögsögunnar.
                  b.      Í stað orðanna „nær frá netlögum að þeirri viðmiðunarlínu sem tilgreind er í 1. mgr. 5. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997“ í 3. málsl. 5. tölul. komi: afmarkast við strandsvæði.
                  c.      4. málsl. 5. tölul. orðist svo: Önnur afmörkun er ákveðin í stefnu um skipulag haf- og strandsvæða hverju sinni.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                      Ráðherra skipar átta manna svæðisráð til að annast gerð strandsvæðisskipulags á tilteknu svæði. Eftir að strandsvæðisskipulag hefur tekið gildi skal skipan svæðisráðsins gilda þar til að loknum alþingiskosningum og skal þá skipa nýtt svæðisráð. Ef endurskoða þarf strandsvæðisskipulag eða gera breytingu á því í samræmi við 14. gr. skal ráðherra óska eftir því við svæðisráð að það endurskoði skipulagið eða vinni tillögu að breytingu á því.
                  b.      Í stað orðsins „einn“ fyrra sinni í 2. málsl. 3. mgr. komi: alls þrjá.
                  c.      4. og 7. málsl. 3. mgr. falli brott.
                  d.      8. málsl. 3. mgr. orðist svo: Taki nýr ráðherra við embætti á miðju kjörtímabili er honum heimilt að tilnefna nýja fulltrúa í svæðisráð.
                  e.      5. mgr. orðist svo:
                      Samþykki að lágmarki sex fulltrúa þarf til að mál sem eru til afgreiðslu í svæðisráði teljist samþykkt.
                  f.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra skipar fimm manna samráðshóp sem skal vera svæðisráði til ráðgjafar og samráðs við undirbúning að gerð strandsvæðisskipulags. Í samráðshópnum skulu vera einn fulltrúi ferðamálasamtaka, einn fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, einn fulltrúi útivistarsamtaka og tveir fulltrúar umhverfisverndarsamtaka, annar þeirra frá umhverfisverndarsamtökum á landsvísu en hinn frá samtökum á viðkomandi svæði ef slík samtök eru til staðar, annars skuli báðir vera fulltrúar umhverfisverndarsamtaka á landsvísu. Svæðisráðum er heimilt að tilnefna allt að þrjá fulltrúa til viðbótar.
     4.      1. málsl. 1. mgr. 7. gr. orðist svo: Skylt er í landsskipulagsstefnu að marka stefnu um skipulag á haf- og strandsvæðum frá netlögum að ytri mörkum efnahagslögsögunnar.
     5.      Á eftir orðinu „efnistöku“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. komi: haugsetningu.
     6.      2. mgr. 14. gr. orðist svo:
                 Telji Skipulagsstofnun eða aðliggjandi sveitarfélag þörf á breytingum á fyrirliggjandi strandsvæðisskipulagi, tilkynnir viðkomandi aðili ráðherra þar um. Ráðherra skal þá óska eftir því við svæðisráð að það endurskoði strandsvæðisskipulag, sbr. 5. gr., og geri tillögu um breytingu telji það þörf á því. Ráðherra getur einnig að eigin frumkvæði óskað eftir því við svæðisráð að það vinni tillögu að breytingu á strandsvæðisskipulagi.
     7.      Við 18. gr.
                  a.      Orðin „og hvaða strandsvæðisskipulag skuli endurskoðað hverju sinni“ í d-lið 1. tölul. falli brott.
                  b.      Á eftir orðinu „auglýst“ í 2. tölul., b- og c-lið 3. tölul., e-lið 4. tölul., a-lið 5. tölul., b- og d-lið 6. tölul., 7. tölul., a- og c-lið 8. tölul. og a- og b-lið 9. tölul. komi: þegar umsókn er lögð fram.
     8.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Lög þessi skulu endurskoðuð í ljósi reynslunnar þegar vinnu við gerð strandsvæðisskipulags samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I er lokið en þó eigi síðar en þremur árum eftir gildistöku laga þessara. Við þá endurskoðun verði m.a. horft til afmörkunar haf- og strandsvæða landmegin, viðmiðunarlínu ytri afmörkunar strandsvæðisskipulags, stjórnar og framkvæmdar skv. 4. gr. og skipanar svæðisráða skv. 5. gr.