Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1198, 148. löggjafarþing 185. mál: mannvirki (stjórnsýsla við mannvirkjagerð o.fl.).
Lög nr. 64 19. júní 2018.

Lög um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum (stjórnsýsla við mannvirkjagerð o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „aðal- og séruppdrátta“ í 2. málsl. 5. tölul. kemur: aðaluppdrátta.
 2. Í stað orðanna „4. mgr.“ í 11. tölul. kemur: 5. mgr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: eða að slíkar framkvæmdir séu einungis tilkynningarskyldar.
 2. 3. málsl. 1. mgr. verður svohljóðandi: Fráveitumannvirki og dreifi- og flutningskerfi hitaveitna, vatnsveitna, rafveitna og fjarskipta og breytingar á slíkum mannvirkjum eru undanþegin byggingarleyfi.


3. gr.

     Á eftir orðinu „byggingarleyfisumsókn“ í 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: og tilkynningu vegna minni háttar mannvirkjagerðar.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Aðal- og séruppdrættir“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: Aðaluppdrættir.
 2. Í stað orðsins „iðnmeistara“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara og rafvirkjameistara.
 3. Í stað orðanna „4. mgr.“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 5. mgr.
 4. Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
 5.      Séruppdrætti og tilheyrandi greinargerðir skal yfirfara og uppdrættirnir áritaðir af leyfisveitanda til staðfestingar á samþykki áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst.
       Undirritaðar yfirlýsingar um ábyrgð annarra iðnmeistara en þeirra sem tilgreindir eru í 4. tölul. 1. mgr. og nauðsynlegt er að komi að verkinu, sbr. 32. gr., skulu afhentar leyfisveitanda áður en vinna við viðkomandi verkþátt hefst. Ekki þarf þó að tilkynna um blikksmíðameistara, stálvirkjameistara, málarameistara eða veggfóðrarameistara vegna byggingar íbúðarhúss, frístundahúss, bílskúrs eða viðhalds og viðbyggingar slíkra mannvirkja til eigin nota eiganda.
 6. 1. málsl. 2. mgr. fellur brott.


5. gr.

     Í stað orðanna „4. mgr.“ í 2. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: 5. mgr.

6. gr.

     Á eftir orðinu „skoðunarstofur“ í 2. málsl. 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: og byggingarstjórar.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. verður svohljóðandi: Leyfisveitanda er heimilt að beita úrtaksskoðun í stað alskoðunar samkvæmt því sem nánar er kveðið á um í reglugerð.
 2. 5. mgr. verður svohljóðandi:
 3.      Mannvirkjastofnun hefur eftirlit með störfum hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara og gæðastjórnunarkerfum þeirra með því að fylgjast með frammistöðu þeirra í skoðunarskýrslum byggingareftirlits sem skráðar eru í gagnasafn stofnunarinnar sem og á grundvelli upplýsinga um störf þeirra sem berast Mannvirkjastofnun með öðrum hætti. Hafi hönnuðir, byggingarstjórar eða iðnmeistarar ekki hlotið vottun faggiltrar vottunarstofu á gæðastjórnunarkerfum sínum skal Mannvirkjastofnun gera úttekt á gerð og virkni kerfanna. Einnig skal Mannvirkjastofnun gera sérstaka úttekt á gerð og virkni gæðastjórnunarkerfa hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara ef ítrekað eru gerðar athugasemdir við störf þeirra í skoðunarskýrslum byggingareftirlits. Mannvirkjastofnun er heimilt að fela faggiltri skoðunarstofu að annast slíkar úttektir á gerð og virkni gæðastjórnunarkerfa. Komi í ljós við eftirlit Mannvirkjastofnunar að gæðastjórnunarkerfi uppfyllir ekki ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim skal gefa viðkomandi hönnuði, byggingarstjóra eða iðnmeistara kost á að bæta úr því nema um alvarlegt brot sé að ræða. Um alvarleg og ítrekuð brot fer samkvæmt ákvæðum 57. gr.
 4. Fyrirsögn greinarinnar verður svohljóðandi: Tilhögun ytra eftirlits með mannvirkjum.


8. gr.

     Í stað orðsins „úttektir“ í 1. málsl. 19. gr. laganna kemur: öryggis- og lokaúttektir.

9. gr.

     Í stað 1. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sveitarstjórn og Mannvirkjastofnun er heimilt að ákveða að skoðunarstofa annist yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggis- og lokaúttekta. Slík skoðunarstofa skal hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar, sbr. 3. mgr.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „þriggja ára“ í b-lið 1. mgr. kemur: eins árs.
 2. Í stað orðsins „sjö“ í c-lið 1. mgr. kemur: fimm.


11. gr.

     Á eftir 3. mgr. 23. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Hönnuðir skulu fara yfir eigin verk að þeim loknum og ganga úr skugga um að ákvæði laga og reglugerða séu uppfyllt áður en hönnunargögn eru afhent byggingaryfirvöldum til yfirferðar. Skrá skal niðurstöður innra eftirlits í gæðastjórnunarkerfi hönnuðar og skal gátlisti eða önnur staðfesting á eigin yfirferð fylgja hönnunargögnunum samkvæmt því sem nánar greinir í reglugerð.

12. gr.

     6. mgr. 29. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Byggingarstjóri skal gera eftirlitsaðila viðvart um lok úttektarskyldra verkþátta með skráningu í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Byggingarstjóri annast sjálfur framkvæmd áfangaúttekta nema eftirlitsaðili ákveði að annast áfangaúttekt sjálfur eða tilkynni um úrtaksskoðun og skal byggingarstjóri þá vera viðstaddur úttektina, sbr. einnig 34. gr. Hann skal jafnframt tilkynna viðeigandi iðnmeisturum og hönnuðum með sannanlegum hætti um allar úttektir nema samningur þeirra á milli kveði á um annað.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
 1. 1. mgr. verður svohljóðandi:
 2.      Byggingarstjóri skal í gæðastjórnunarkerfi sínu halda skrá yfir alla iðnmeistara sem koma að verkum sem hann stýrir og varðveita afrit af undirrituðum ábyrgðaryfirlýsingum þeirra. Skrá skal eftir umfangi mannvirkjagerðarinnar og eðli hennar þá húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara, rafvirkjameistara, blikksmíðameistara, stálvirkjameistara, málarameistara og veggfóðrarameistara sem tekið hafa að sér að bera ábyrgð á einstökum verkþáttum framkvæmdar og nauðsynlegt er að komi að viðkomandi verki, og leggja fram undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra, sbr. 4. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 13. gr.
 3. Í stað orðanna „slíka löggildingu“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: löggildingu Mannvirkjastofnunar.
 4. Á eftir orðunum „staðfestingu á hæfni iðnmeistara“ í 6. mgr. kemur: afrit af ábyrgðaryfirlýsingum.


14. gr.

     Í stað orðanna „tilkynna það útgefanda byggingarleyfis“ í 1. mgr. 33. gr. laganna kemur: skrá það í gagnasafn Mannvirkjastofnunar.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
 1. Á undan orðinu „eftirlitsaðili“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: byggingarstjóri eða.
 2. Í stað 2. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, 2.–4. mgr., svohljóðandi:
 3.      Byggingarstjóri mannvirkis skal fyrir hönd eiganda þess sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og tilkynna eftirlitsaðila um lok úttektarskyldra verkþátta og fyrirhugaðar áfangaúttektir með skráningu í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Byggingarstjóri annast áfangaúttektir í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista.
       Útgefandi byggingarleyfis getur þrátt fyrir ákvæði 2. mgr., ef þörf þykir á og vegna vanrækslu byggingarstjóra, ákveðið að eftirlitsaðili, þ.e. byggingarfulltrúi, Mannvirkjastofnun eða eftir atvikum skoðunarstofa, annist áfangaúttektir skv. 2. mgr. Slík ákvörðun getur náð til allra áfangaúttekta vegna tiltekins mannvirkis eða einungis þeirra áfangaúttekta sem lenda í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar. Áfangaúttekt eftirlitsaðila skal framkvæmd í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista og er heimilt að úttekt takmarkist hverju sinni við nánar tilgreint úrtak innan þess verkþáttar sem tekinn er út.
       Byggingarstjóri skal skrá niðurstöður eigin áfangaúttekta í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Honum er skylt að vera viðstaddur allar áfangaúttektir. Ef sérstaklega stendur á, t.d. vegna veikinda, getur byggingarstjóri veitt aðila með starfsleyfi byggingarstjóra skýrt og afmarkað umboð til að mæta í eða annast tilteknar áfangaúttektir. Iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað skal vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda.
 4. 4. mgr. fellur brott.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 60. gr. laganna:
 1. Við 1. málsl. 2. tölul. bætist: eða tilkynningar skv. 1. mgr. 9. gr.
 2. Við 6. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal setja nánari ákvæði um eftirlit Mannvirkjastofnunar með starfsemi skoðunarstofa.
 3. 2. og 3. málsl. 11. tölul. falla brott.
 4. Við bætist nýr töluliður, 12. tölul., svohljóðandi, og breytist röð töluliða samkvæmt því: Nánari ákvæði um skoðunarhandbækur og skoðunarlista um yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggis- og lokaúttekta. Heimilt er í skoðunarhandbók og skoðunarlista að kveða á um úrtaksskoðun í stað alskoðunar og mismunandi tilhögun eftirlits og viðbrögð eftirlitsaðila eftir gerð mannvirkis, áhættu og fyrri frammistöðu viðkomandi hönnuðar, byggingarstjóra eða iðnmeistara. Í skoðunarhandbók skal koma fram yfirlit yfir þá þætti sem eru til skoðunar, ákvæði um verklag við framkvæmd skoðunar, skoðunaraðferðir, gerð skoðunarskýrslu, flokkun athugasemda og áhrif athugasemda á afgreiðslu eftirlitsaðila og framsetningu niðurstöðu. Skoðunarhandbók skal vera hluti af gagnasafni Mannvirkjastofnunar og skal birt sem fylgiskjal við reglugerð. Skoðunarlistar ásamt stoðritum skulu birtir á vef Mannvirkjastofnunar auk þess sem þeir skulu vistaðir í gagnasafni stofnunarinnar. Í skoðunarlistum skulu nánar tilgreindir þeir þættir sem skoða skal, skoðunaraðferð, samanburðarskjöl, lýsing skoðunar, staðlaðar skýringar mats og vægi athugasemda. Skoðun skal takmarkast við þá þætti sem fram koma í skoðunarlista.


17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
 1. A-liður 1. málsl. 2. tölul. verður svohljóðandi: frest til 1. janúar 2021 til að afla sér faggildingar til að yfirfara séruppdrætti og framkvæma öryggis- og lokaúttektir.
 2. Í stað orðanna „1. janúar 2020“ í b-lið 2. tölul. kemur: 1. janúar 2021.


18. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi að undanskildum ákvæðum 12. og 15. gr. sem taka gildi 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 8. júní 2018.