Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1210  —  358. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
    Á þeim tíma sem um er spurt hafa orðið umfangsmiklar breytingar á verkefnum ráðuneytisins. Af þeim fjölmörgu nefndum sem starfað hafa að verkefnum sem nú eru á ábyrgðarsviði ráðherra eru einungis örfáar þar sem þingmenn hafa verið skipaðir. Hér fyrir neðan er listi yfir alþingismenn sem skipaðir hafa verið af ráðherra og hvers eðlis þær skipanir eru. Sumar þessara nefnda eru verkefnahópar, aðrar starfa samkvæmt lögum.

Heiti nefndar/verkefnis, þingmaður Upphaf nefndarvinnu Launuð nefnd Afurð
Samráðsnefnd um afnám hafta 2014 Nei Greinargerð
Árni Páll Árnason
Ásta Guðrún Helgadóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Frosti Sigurjónsson
Helgi Hrafn Gunnarsson
Guðmundur Steingrímsson
Katrín Júlíusdóttir
Jón Þór Ólafsson
Steingrímur J. Sigfússon
Vilhjálmur Bjarnason
Starfshópur um endurskoðun á sköttum og tekjuöflun ríkisins 2010 Nei Áfangaskýrsla
Helgi Hjörvar
Nefnd um mótun heildstæðrar stefnu um framtíðarfyrirkomulag skattlagningar í sjávarútvegi 2011 Nei Álitsgerð: Skattlagning í sjávarútvegi
Helgi Hjörvar
Samráðsnefnd um breytingar og umbætur á skattkerfinu 2010 Nei Áfangaskýrsla
Lilja Mósesdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Árni Þór Sigurðsson
Siv Friðleifsdóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Birgitta Jónsdóttir
Starfshópur um launamun á opinberum vinnumarkaði 2007
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Viðræðunefnd við lífeyrissjóði um fjármögnun framkvæmda 2009 Nei
Skúli Helgason
Fastanefnd á sviði verðbréfaviðskipta og -sjóða 2013 Nei Fastanefnd
Vilhjálmur Bjarnason
Nefnd um endurskoðun eða afnám laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna 2003 og 2012 Nei
Ögmundur Jónasson
Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Nei Fastanefnd
Einar Oddur Kristjánsson 2004
Gunnar Svavarsson 2007
Haraldur Benediktsson 2013
Guðlaugur Þór Þórðarson 2014
Stjórn Fasteignamats ríkisins 2007 Fastanefnd
Kristján Þór Júlíusson

     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Almenna reglan er sú að alþingismenn þiggja ekki greiðslur fyrir störf sín í nefndum á vegum Stjórnarráðsins, enda gert ráð fyrir að nefndarsetan tengist starfi þeirra. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir var launuð á tímabilinu 2006–2009. Frá árinu 2009 hafa ekki verið greidd laun fyrir setu í þeirri nefnd.
    
Hér á eftir er listi yfir greiðslur til fyrrgreindra þingmanna eftir árum og verkefnum.

Þingmaður Heiti nefndar 2006 2007 2008 2009
Ólöf Nordal Starfshópur um launamun á opinberum vinnumarkaði 93.744
Kristján Þór Júlíusson Stjórn Fasteignamats ríkisins 212.940 389.560 133.920
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Starfshópur um launamun á opinberum vinnumarkaði 58.590
Einar Oddur Kristjánsson Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir 591.568 149.060
Gunnar Svavarsson Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir 212.940 389.560 133.920

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Ráðuneytið hefur engar upplýsingar um þetta efni.

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Nei.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Þær nefndir sem taldar eru upp í 1. lið voru allar ólaunaðar utan þær sem taldar eru upp í 2. lið.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Nei.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Þær nefndir sem þingmenn hafa setið í eru mismunandi og í töflu 1 hér að framan er greint frá helstu niðurstöðum.

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Engar reglur hafa verið settar í ráðuneytinu um setu þingmanna í nefndum á vegum þess.