Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1246  —  238. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls).

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


    2. gr. orðist svo:
    1. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
    Dómsmál til vefengingar á faðerni barns geta höfðað barnið sjálft og móðir þess, einnig sá sem skráður er faðir barns skv. 2. gr. eða maður sem telur sig föður barns. Sé faðir eða sá sem taldi sig föður barns látinn geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað slíkt mál.