Ferill 667. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1272  —  667. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þyrluflug og Landspítalann.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Er þyrlupallur sem teiknaður er á tengibyggingu Nýja Landspítalans (rannsóknarbyggingu) við meðferðarkjarnann samþykktur af flugmálayfirvöldum og tekinn út af Landhelgisgæslunni, varðandi t.d. aðflugsferla, öryggissvæði og stærð, miðað við staðsetningu á 5–6 hæða byggingu?
     2.      Hefði þyrlupallurinn þurft að vera stærri?
     3.      Hefur verið farið yfir þessa þætti eftir að neyðarbrautinni var lokað?
     4.      Er miðað við að allt þyrluflug með sjúklinga og slasaða til Reykjavíkur fari til Landspítalans eða bara hluti þess?
     5.      Hver er hámarksþyngd vélar sem má lenda þar og er gert ráð fyrir sams konar þyrlum og Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða?


Skriflegt svar óskast.