Ferill 497. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1300  —  497. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur um starfsmenn Stjórnarráðsins.


     1.      Hver var heildarfjöldi starfsmanna Stjórnarráðsins, fastráðinna og verkefnaráðinna, árin 2000, 2010 og 2016?
     2.      Hver var heildarlaunakostnaður alls Stjórnarráðsins árin 2000, 2010 og 2016?

    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda ársverka í Stjórnarráðinu ásamt fjölda starfsmanna sem starfaði í Stjórnarráðinu á því tímabili sem spurt er um. Auk þess sýnir hún heildarlaunakostnað þessara starfsmanna.

Ár Fjöldi ársverka Fjöldi starfsmanna* Heildarlaunakostnaður starfsmanna Stjórnarráðsins Heildarlaunakostnaður starfsmanna Stjórnarráðsins á föstu verðlagi ársins 2017
2000 469 692 1.798 3.980
2010 516 593 4.081 4.976
2016 519 548 6.092 6.206
*Fjöldi kennitalna, 12 mánaða meðaltal.
    Allar tölur eru í milljónum króna.

    Upplýsingarnar eru fengnar úr launakerfi ríkisins þar sem dregnar eru út upplýsingar um fjölda ársverka og 12 mánaða meðaltalsfjölda starfsmanna á aðalskrifstofu ráðuneyta.
    Heildarlaunakostnaður kemur einnig úr launakerfinu og eru heildarlaun ásamt launatengdum gjöldum.