Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1304  —  533. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um börn sem sækja um alþjóðlega vernd.


     1.      Hversu mörg börn hafa frá árinu 2010 sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, hversu mörg börn hafa hlotið slíka vernd og hversu mörgum börnum hefur verið vísað úr landi eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri barnanna þegar umsókn barst.

Tafla 1. Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd frá börnum á árunum 2010–2017, eftir aldri barna við umsókn. 1

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 2. Fjöldi barna sem var veitt vernd (alþjóðleg vernd eða viðbótarvernd) á árunum 2010–2017, eftir aldri barna við umsókn og umsóknarári.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 3. Fjöldi barna sem var synjað um vernd (alþjóðlega vernd eða viðbótarvernd) á árunum 2010–2017, eftir aldri barna við umsókn og umsóknarári.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Mismunurinn á fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og fjölda veitinga og synjana hins vegar verður til vegna þeirra sem (1) drógu umsókn/kæru til baka, (2) hafa horfið eða farið úr landi og málinu þar af leiðandi verið lokað, (3) eiga enn mál í vinnslu eða (4) fengu dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

     2.      Hversu mörgum börnum sem eru fædd hér á landi hefur á hverju ári frá 2010 verið vikið úr landi eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd?
Tafla 4. Fjöldi barna sem fædd eru hér á landi á árunum 2010–2017 meðan umsókn foreldra um alþjóðlega vernd var í málsmeðferð og fjöldi þar af sem vísað hefur verið úr landi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Upplýsingar um fæðingarland umsækjenda um alþjóðlega vernd eru ekki hluti af tölfræðigögnum varðandi umsóknir um vernd. Tölurnar í töflu 4 hér að ofan ná því aðeins yfir þau börn sem fæddust á meðan stjórnvöld voru með umsóknir foreldra þeirra um alþjóðlega vernd til meðferðar (þ.e. þeirra barna sem eru með sama dag skráðan sem fæðingardag og umsóknardag). Tölurnar ná ekki yfir það ef barn hefur fæðst á Íslandi og foreldrar þess síðan sótt um alþjóðlega vernd eftir fæðingu þess. Eðli máls samkvæmt má þó gera ráð fyrir að slík mál séu ekki mörg.

1    Það athugist að inni í tölunum í töflum 1–3 eru í einhverjum tilvikum einstaklingar sem kváðust vera fylgdarlaus börn við umsókn en reyndust vera fullorðnir.