Ferill 643. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1367  —  643. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um veitingu ríkisfangs.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörgum erlendum ríkisborgurum eða ríkisfangslausum mönnum hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum og því hversu margir voru 18 ára eða eldri þegar þeim var veitt íslenskt ríkisfang.

    Ráðuneytið aflaði upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands vegna fyrirspurnarinnar og eru þau svör sem bárust ráðuneytinu sundurliðuð í eftirfarandi töflu.

Tafla. Fjöldi erlendra ríkisborgara eða ríkisfangslausra sem var veitt íslenskt ríkisfang árin 2008–17.
Ár Allir 18 ára og eldri Hlutfall 18 ára og eldri
2008 914 642 70,2%
2009 728 514 70,6%
2010 450 337 74,9%
2011 370 281 75,9%
2012 413 309 74,8%
2013 597 435 72,9%
2014 595 414 69,6%
2015 801 580 72,4%
2016 703 515 73,3%
2017 690 483 70,0%