Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 73  —  73. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um notkun veiðarfæra.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hvaða niðurstöðum hafa rannsóknir á umhverfisáhrifum veiðarfæra í sjó, botnvörpu, línu, neta, flotvörpu, snurvoðar, handfæra, skelfiskplógs og gildra, skilað? Hver eru áhrif þeirra á mismunandi botngerðir í sjó og á vistkerfi sem þar eru?
     2.      Hefur verið höfð hliðsjón af niðurstöðum úr erlendum rannsóknum þegar veiðitækni og notkun veiðarfæra kemur til álita við stjórn fiskveiða?
     3.      Hvernig á að afla aukinnar þekkingar á umhverfisáhrifum mismunandi veiðarfæra og hafa hana til hliðsjónar við ráðgjöf í sjávarútvegi og stjórn veiða?


Skriflegt svar óskast.