Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 128  —  128. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um einbreiðar brýr á Suðurlandsvegi.

Frá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur.


    Hyggst ráðherra bregðast við auknum umferðarþunga á Suðurlandsvegi, allt austur fyrir Jökulsárlón, vegna stóraukins fjölda ferðamanna síðustu ár á vegarkaflanum frá Reykjavík til Hafnar á þjóðvegi 1? Ef svo er, hversu mörgum einbreiðum brúm verður skipt út á þjóðvegi 1, á fyrrgreindum vegarkafla, á tímabili fjármálaáætlunar og hversu margar einbreiðar brýr verða eftir á sama vegarkafla við lok tímabils núgildandi fjármálaáætlunar?


Skriflegt svar óskast.