Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 197  —  191. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgerðir til að styrkja stöðu brotaþola.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig stendur vinna ráðuneytisins við að rýna lagaumhverfi kynferðisbrota með það að markmiði styrkja stöðu kærenda kynferðisbrota, eins og segir í stjórnarsáttmálanum?
     2.      Hvaða skyldur, aðgerðir eða lagabreytingar telur ráðherra að séu nauðsynlegar í kjölfar fullgildingar samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (CETS nr. 210)?
     3.      Hvaða aðgerðum hyggst ráðherra beita til að styrkja stöðu brotaþola innan réttarvörslukerfisins og þeirra sem verða fyrir ofsóknum (e. stalking), ofbeldi eða heimilisofbeldi?


Skriflegt svar óskast.