Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 199  —  193. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um markmið um aðlögun að íslensku samfélagi.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða markmið hafa verið sett um aðlögun þeirra sem fá alþjóðlega vernd hér á landi að íslensku samfélagi, þar á meðal um þátttöku á vinnumarkaði, færni til að sjá sér farborða, tækifæri til að afla sér menntunar og kunnáttu í íslenskri tungu?
     2.      Hvaða mælikvarðar eru lagðir til grundvallar um árangur að því er snertir þessi markmið og önnur sem kunna að hafa verið sett?
     3.      Hvernig hafa þessir mælikvarðar þróast á umliðnum fimm árum? Hvernig standast þeir samjöfnuð við mælikvarða í nágrannalöndum?
     4.      Telur ráðherra gildandi markmið og árangur til þessa vera fullnægjandi? Ef ekki, hver eru áform ráðherra um aðgerðir?


Skriflegt svar óskast.