Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 278  —  260. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um tjónabifreiðar.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hversu margar bifreiðar hafa vátryggingafélögin leyst til sín árlega undanfarin fimm ár vegna tjóns? Hversu margar þeirra seldu félögin síðan á uppboði eða í almennum viðskiptum?
     2.      Hversu margar þessara bifreiða hafa verið skráðar aftur í umferð og hversu margar þeirra héldu skráningu sinni þannig að ekki kæmi til endurskráningar?
     3.      Hvaða reglur gilda um skráningu tjónabifreiða, sem seldar hafa verið á uppboði eða í almennum viðskiptum vátryggingafélaganna, sem eru til þess fallnar að neytendur geti áttað sig á að um fyrrverandi tjónabifreið er að ræða?
     4.      Er vátryggingafélögum í sjálfsvald sett hvort bifreið er skráð sem tjónabifreið ef ekki er augljóst hversu víðtækt tjónið er? Ef svo er, telur ráðherra það eðlilegt fyrirkomulag?
     5.      Hver hefur eftirlit með því að tryggingafélögin skrái bifreið, sem telst tjónabifreið, sem tjónabifreið?
     6.      Hversu margar umræddra bifreiða voru endurbyggðar ár hvert undanfarin fimm ár á annars vegar vottuðum og viðurkenndum verkstæðum og hins vegar á almennum verkstæðum?
     7.      Telur ráðherra koma til greina að endurbyggðum tjónabifreiðum verði látið fylgja vottorð eftir viðgerð um að þær uppfylli alla öryggis- og gæðastaðla?
     8.      Hversu mörg slys hafa orðið er rekja má til bifreiða sem tryggingafélögin hafa leyst til sín vegna tjóns og selt á uppboði eða í almennum viðskiptum en viðgerð var áfátt við sölu?
     9.      Hvaða afstöðu hefur ráðherra til þess verklags sem viðgengst þegar tryggingafélög telja ekki svara kostnaði að láta gera við tjónabifreiðar heldur leysa þær til sín og selja á uppboði þar sem viðgerð á viðurkenndu verkstæði svarar ekki kostnaði að þeirra mati?
     10.      Hver er skoðun ráðherra á að bifreið sem ekki hefur verið gert við á viðurkenndu verkstæði geti endað hjá kaupanda sem er grandalaus um að um tjónabifreið sé að ræða og slík bifreið kunni að valda hættu í umferðinni?


Skriflegt svar óskast.