Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 316  —  285. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um gististaði.

Frá Maríu Hjálmarsdóttur.


     1.      Er ráðherra sammála því að samkeppnisstaða þeirra sem hafa leyfi til að reka gististaði og borga öll tilskilin gjöld sé ósanngjörn í samkeppni við t.d. þá sem bjóða heimagistingu og svokölluð 90 daga regla gildir um? Ef svo er, hyggst ráðherra beita sér fyrir jafnari samkeppnisskilyrðum á þessum markaði?
     2.      Hyggst ráðherra auka eftirlit með leyfislausum gististöðum á landsbyggðinni og ef svo er, þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.