Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 320  —  100. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra fengið til starfa, tímabundið eða á grundvelli verksamnings, sérfræðinga eða aðra aðila til að veita ráðgjöf, sinna sérverkefnum eða verkefnastjórnun í einstökum verkefnum frá því að núverandi ríkisstjórn tók til starfa? Ef svo er, hvaða aðilar eru það, hverjar hafa greiðslur til þeirra verið og hver er lýsing á verkefnum þeirra?

    Svarið afmarkast við þá samninga sem gerðir hafa verið á tímabili sitjandi ráðherra ásamt öðrum verkefnum þar sem utanaðkomandi aðilar, sérfræðingar eða ráðgjafar eru fengnir til verksins. Undanskilið er það sem lýtur að rekstri ráðuneytis og starfsmannahaldi. Kostnaður vegna kaupa heilbrigðisráðherra á umræddri ráðgjöf eða þjónustu frá því núverandi ríkisstjórn tók til starfa, frá 1. desember 2017 til 1. september 2018, er að fjárhæð 31.492.992 kr. Að auki er sameiginlegur kostnaður sem fellur undir velferðarráðuneytið á tímabilinu og kemur það fram í svari heilbrigðisráðherra.
    Eftirtaldir aðilar unnu tilgreind verkefni fyrir ráðuneytið á tímabilinu:

Nafn Verkefni Fjárhæð í kr.
Skúli Már Sigurðsson Kostnaður v/kynningar á skýrslu um afkomu eldri borgara 79.500
Trausti Fannar Valsson Álitsgerð um sérstakt hæfi skrifstofustjóra 75.000
Petrína Rós Karlsdóttir Þýðing vegna framboðs Braga Guðbrandssonar til barnaréttarnefndar SÞ 35.000
Hjalti Axel Yngvason Grafísk hönnun í bækling vegna framboðs Braga Guðbrandssonar 140.363
Jarþrúður Þórhallsdóttir Úttekt á aðstæðum vegna fötlunar 785.000
Þýðingastofa JC ehf. Þýðingar á lögum á ensku. Þýðing á reglugerð ásamt spurningum og svörum um jafnlaunavottun o.fl. 332.679
Þekkingarmiðlun ehf. Ráðgjöf til stjórnenda sveitarfélaganna í barnavernd og starfsmanna Barnaverndarstofu 100.000
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra Túlkaþjónusta vegna nefndarfunda 101.340
Túnfiskar sf. Þýðingar á ræðu ráðherra á norsku 30.380
Ríkiskaup Þarfagreining og ráðgjöf vegna tveggja útboða 108.750
Tryggingastærðfræðistofa BG ehf. Stuðlar fyrir frestun/flýtingu ellilífeyris 248.000
Salvör Aradóttir Þýðing á texta, úr ensku á íslensku 98.160
Háskóli Íslands Greining á viðmælendakönnun fyrir skýrslu ráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2015–2017 583.871
Helga Ólafs Ólafsdóttir Greining á viðmælendakönnun fyrir skýrslu ráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2015– 2017 600.000
María Rún Bjarnadóttir Vinna við gerð skýrslu ráðherra um stöðu um þróun jafnréttismála 2015– 2017 120.000
Maskína – rannsóknir ehf. Könnun og kennslugagnaefni fyrir velferðarvaktina og könnun á stöðu innleiðingar jafnlaunavottunar hjá ríkisstofnunum 759.600
Hugsa sér ehf. Ráðstefnugögn, prentun o.þ.h. fyrir jafnréttisþing ráðherra 322.210
CP Reykjavík ehf. Hluti af kostnaði vegna ráðstefnu um kynjasamþættingu í almannatryggingum 220.000
Kristín Benediktsdóttir Úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun VEL í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 1.813.500
Kjartan Bjarni Björgvinsson Úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun VEL í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 1.965.150
Ásthildur Valtýsdóttir Úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun VEL í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 856.000
Expectus ehf. Verkstýra og stjórna vinnu við stefnumótun stjórnvalda í barnavernd 5.664.750
Viðunandi ehf. Heildarendurskoðun á þjónustu við börn á landsvísu 3.771.500
Himnaríki ehf. Kostnaður við ráðstefnu um málefni barna 100.000
Olason ehf. Kostnaður við ráðstefnu um málefni barna 570.190
Hagstofa Íslands Beiðni um upplýsingar vegna stefnumótun um móttökuþjónustu við flóttafólk og samningur um gögn á rannsókn á útgjöldum heimilanna 2013– 2016 vegna neysluviðmiða 413.100
KPMG ehf. Greining á stöðu Íbúðalánasjóðs vegna undirbúnings að frumvarpi 2.557.850
Vinnumálastofnun Ráðgjöf og vinna að stuðningsúrræðum við flóttafólk 1.854.312
Háskóli Íslands Stöðumat vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks 6.900.000
Túlkaþjónustan slf. Túlkaþjónusta vegna ráðstefnu 286.787