Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 404  —  336. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um framkvæmdir og starfsemi sem ógnað geta öryggi vatnsöflunar.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvernig er þess gætt að framkvæmdir, starfsemi og önnur landnot, einkum til útivistar, ógni ekki öryggi vatnsöflunar á grannsvæðum vatnsbóla, sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 796/1999, um varnir gegn mengun vatns, með síðari breytingum, sem og 15. gr. samþykktar nr. 555/2015, um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar?
     2.      Hvernig er gætt að skilyrðum samkvæmt 13. gr. fyrrgreindrar reglugerðar og 32. gr. fyrrgreindrar samþykktar varðandi notkun og geymslu varasamra efna á grannsvæðum og hvernig er eftirliti háttað með að flutningsaðilar slíkra efna á grannsvæðum hafi fullnægjandi viðbragðsáætlun og leyfi heilbrigðisnefndar til flutninganna?
     3.      Hvaða efnum og aðferðum er beitt við gróðureyðingu í nágrenni vatnsverndarsvæða, svo sem í vegköntum? Hvaða reglur gilda í þessu efni til að tryggja vernd vatnsbóla og hvernig er þeim fylgt eftir með rannsóknum og eftirliti?
     4.      Hvernig metur ráðherra áhættu vegna ofangreindra þátta gagnvart einstökum vatnsverndarsvæðum á landinu? Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar í þessu efni? Hvað hefur ráðherra aðhafst og hver eru áform ráðherra um aðgerðir til að verja vatnsbólin gegn þessari áhættu?


Skriflegt svar óskast.