Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 489  —  378. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um kostnað við hækkun ellilífeyris.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


    Hver yrði árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef ellilífeyrir skv. 17. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, yrði hækkaður svo að samtala ellilífeyris og heimilisuppbótar til ellilífeyrisþega skv. 8. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, yrði 420.000 kr. mánaðarlega?


Skriflegt svar óskast.