Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 670  —  455. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Sjúkratryggingar Íslands og persónuvernd.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hvaðan koma persónuupplýsingar sem Sjúkratryggingar vinna með, þ.e. gagnagrunnur með heimilisföngum og nöfnum aðila? Er stuðst við gagnagrunn Þjóðskrár?
     2.      Hvernig eru verklagsreglur þegar send eru út bréf er varða börn? Eru þau stíluð á báða forráðamenn eða annan? Er miðað við lögheimili barns?
     3.      Telur ráðherra það samræmast persónuverndarlögum að Sjúkratryggingar stíli bréf er varðar málefni barns á annan en forráðamann, ef til vill einhvern sem er skráður á lögheimili barnsins?


Skriflegt svar óskast.