Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 849  —  519. mál.
Munnlegt svar.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um bætt kjör kvennastétta.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hvernig standa viðræður við aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um leiðir til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra starfsstétta sem vinna hjá hinu opinbera?
     2.      Hver er niðurstaða greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta sem samþykkt var að ráðast í 11. maí sl., m.a. til að draga fram kynbundinn launamun hjá hinu opinbera?