Ferill 545. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 914  —  545. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um friðun hafsvæða.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til þess að undirbúa friðun fleiri hafsvæða við Ísland en nú eru friðuð, jafnt við strendur sem á dýpri hafsvæðum, og hver væri tilgangur slíkrar friðunar?
     2.      Hvernig geta friðunaraðgerðir tengst alþjóðlegu átaki í þessum efnum?
     3.      Er unnt að friða hafsvæði en leyfa þar veiðar eða aðra nýtingu með sérstökum hætti?