Ferill 552. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 926  —  552. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skýrslu um nýtt áhættumat á innflutningi hunda.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvað líður niðurstöðum skýrslu um nýtt áhættumat á innflutningi hunda sem skila átti í apríl 2018 og dr. Preben Willeberg gerir fyrir ráðuneytið? Hvenær eru nú áætluð skil?
     2.      Hefur Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) fengið áheyrnarfulltrúa á fundi dr. Prebens Willebergs með sérfræðingum MAST og ráðuneytisins um efnistök og niðurstöður skýrslunnar í ljósi mikilvægis hlutlægni við gerð hennar?