Ferill 608. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1009  —  608. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um kolefnishlutleysi við hagnýtingu auðlinda hafsins.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Kemur til greina að skilyrða hagnýtingu sameiginlegra auðlinda hafsins þannig að kolefnishlutleysi nýtingarinnar verði tryggt?
     2.      Hvernig mundi slík stefna nýtast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og styðja við alþjóðlegar skuldbindingar í þeim efnum sem og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040?
     3.      Hvaða áhrif mundi slík stefna hafa á hagnýtingu umræddra auðlinda? Sé ráðherra fylgjandi slíkri stefnu, hvenær telur hann skynsamlegt að hún tæki gildi, í ljósi þeirra áhrifa sem hún mundi hafa á þau sem að nýtingunni standa?