Ferill 746. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1175  —  746. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um greiðslur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til sérfræðinga.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Hversu háa fjárhæð hefur embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greitt til lögmannsstofa fyrir ráðgjöf vegna starfsmannamála og málareksturs einstakra starfsmanna frá því að núverandi lögreglustjóri kom til starfa við embættið 1. september 2014?
     2.      Hversu háa fjárhæð greiddi embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til almannatengslafyrirtækja, sundurliðað eftir fyrirtækjum, á árunum 2014–2015, vegna umfjöllunar fjölmiðla um aðild lögreglustjóra að svokölluðu „lekamáli“?
     3.      Hversu háa fjárhæð hefur embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greitt til sérfræðinga vegna ætlaðra eineltismála við embættið frá því að núverandi lögreglustjóri kom til starfa við embættið 1. september 2014?
     4.      Hversu háa fjárhæð hefur embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greitt til sálfræðinga vegna samskiptavandamála frá því að núverandi lögreglustjóri kom til starfa við embættið 1. september 2014?
     5.      Hvað eru eða hafa verið rekin mörg dómsmál þar sem starfsmenn embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eða fyrrverandi starfsmenn þess hafa stefnt íslenska ríkinu vegna ákvarðana lögreglustjóra gagnvart þeim í starfi? Hver hefur niðurstaða þessara dómsmála verið og hvað hefur ríkið þurft að greiða viðkomandi starfsmönnum í bætur og málskostnað?
     6.      Hversu margir samningar hafa verið gerðir um starfslok einstakra starfsmanna embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eða tilfærslu til annarra starfa frá því að núverandi lögreglustjóri kom til starfa við embættið 1. september 2014 og hver er kostnaður ríkissjóðs vegna þessara samninga eða tilfærslna? Óskað er eftir að samanburður verði tekinn við sambærilegt fjögurra ára tímabil á undan.


Skriflegt svar óskast.