Ferill 748. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1178  —  748. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ríkisstofnanir og hlutafélög í eigu ríkisins.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hver er heildarfjöldi opinberra starfsmanna hjá Stjórnarráðinu, ríkisstofnunum og hlutafélögum í eigu ríkisins og hvernig hefur starfsmannafjöldi þeirra þróast sl. 10 ár?
     2.      Hverjar eru stofnanir ríkisins og hvernig skiptast þær eftir ráðuneytum?
     3.      Hver er fjöldi starfsmanna eða stöðugilda í hverri framangreindra stofnana?
     4.      Hver er fjöldi opinberra hlutafélaga, sjálfseignarstofnana og lögaðila sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins?
     5.      Er í gildi áætlun um einföldun á stofnanaumhverfi og hagræðingu í ríkisrekstri?


Skriflegt svar óskast.