Ferill 821. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1294  —  821. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um friðlýsingar.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hver er ástæða þess að tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, sem var á þingmálaskrá ráðherra, var felld niður?
     2.      Hversu mörg svæði hefur Alþingi samþykkt að friðlýsa á síðustu tuttugu árum? Friðlýsingarferli hverra er lokið og hver þeirra hafa nú verið friðlýst?
     3.      Hver eru áform ráðherra til að einfalda og greiða fyrir friðlýsingarferlinu?